9. nóvember 2018

Græn skref í Ríkisrekstri

Skref 1

Ríkiseignum er umhugað um umhverfið okkar og vinnum við samkvæmt grænum skrefum í ríkisrekstri. Fimmtudaginn 8. nóvember náðu Ríkiseignir fyrsta skrefinu og fengu viðurkenningu fyrir. Við erum strax farin að huga að næsta skrefi.

Ríkiseignum er umhugað um umhverfið okkar og vinnum við samkvæmt grænum skrefum í ríkisrekstri. Fimmtudaginn 8. nóvember náðu Ríkiseignir fyrsta skrefinu og fengu viðurkenningu fyrir. Við erum strax farin að huga að næsta skrefi.

Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti.

Verkefnið er einfalt og aðgengilegt og ættu allar stofnanir að geta tekið þátt. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna, ímynd stofnana og draga úr rekstrarkostnaði. 

Flokkar grænna skrefa eru:

Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti sem hafa áhrif á umhverfið og eru innleidd í fjórum áföngum. Fimmta skrefið er viðbót við Græn skref Reykjavíkurborgar og sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Markmið verkefnisins er að:

  • Gera starfssemi ríkisins umhverfisvænni
  • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
  • Draga úr rekstrarkostnaði
  • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
  • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisreksturgeti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
  • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar

Fréttalisti