Hjólavottun 2019
Ríkiseignir öðlast silfur hjólavottun. Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðarsamra aðgerða.
Hjólavottun vinnustaða er tæki til að markvisst innleiða bætta hjólreiðamenningu. Fulltrúar fyrirtækja fylgja skýrum gátlistum og fá viðurkenningu eftir stigagjöf; platínum, gull, silfur eða brons. Með þessum hætti hvetur vottunin vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna og heilbrigða ferðamáta í daglegu lífi.
Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir
hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðarsamra aðgerða.