19. október 2020

Verkefnastjórar

Verkefnastjóri framkvæmda og verkefnastjóri bygginga

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.

  • Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.

Verkefnastjóri framkvæmda

 Helstu viðfangsefni:

• Stjórnun verkefna og eftirlit með framvindu
• Þátttaka í undirbúningi verkefna og rýni verkefna á hönnunar- og útboðsstigi
• Kostnaðareftirlit, uppgjör og skilamöt
• Þátttaka í umbótaverkefnum innan Ríkiseigna

Menntunar- og hæfniskröfur:

Verk-, tækni-, eða byggingafræði þar sem meistaragráða er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun verklegra framkvæmda
• Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana
• Reynsla af uppgjöri verkefna
• Þekking á hönnunarferli og hönnunarrýni
• Frumkvæði, vandvirkni og ögun í vinnubrögðum
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Verkefnastjóri bygginga

Helstu viðfangsefni:

Metur ástand fasteigna með tilliti til viðhaldsþarfar, endurbóta og breytinga
• Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana
• Stjórnun verkframkvæmda
• Undirbúningur verkefna og rýni verkefna á hönnunar- og útboðsstigi
• Gerð langtímaáætlana fasteigna
• Þátttaka í umbótaverkefnum innan Ríkiseigna

Menntunar- og hæfniskröfur:

Verk-, tækni-, eða byggingafræði þar sem meistaragráða er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun verklegra framkvæmda
• Reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana
• Þekking á hönnunarferli og reynsla af hönnunarrýni
• Frumkvæði, vandvirkni og ögun í vinnubrögðum
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember 2020
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is

Nánari upplýsingar:
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)




Fréttalisti