11. september 2018

Viðhald á verki Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu 2018

Í september síðastliðnum komu til landsins sérfræðingar frá Oidtmann fyrirtækinu í Linnich í Þýskalandi til að hreinsa og gera við mosaíkverk Gerðar Helgadóttur.

Í september síðastliðnum komu sérfræðingar frá Oidtmann fyrirtækinu í Linnich í Þýskalandi til landsins. Fimmti ættliður Oidtmann fjölskyldunnar sá um viðgerðina, en fyrirtækið er yfir 150 ára gamalt. Verkefni þeirra var að hreinsa og gera við mosaíkverk Gerðar Helgadóttur sem prýðir framhlið Tollhússins. Fyrirtækið er það elsta sinnar tegundar í Þýskalandi sem sérhæfir sig í steindum gluggum og mosaíkverkum. Oidtmann setti verkið upp árið 1973 og var það afhjúpað 7. september sama ár. Það hefur því staðist ágætlega tímans tönn í 45 ár.


Fréttalisti