12. apríl 2022

80 þúsund fermetrar í byggingu og á döfinni hjá FSRE í Reykjavík

Á fundi Reykjavíkurborgar – Athafhaborgin 2022 í síðustu viku, kynnti Þröstur Söring framkvæmdastjóri hjá FSRE yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum stofnunarinnar í Reykjavík.

Á fundi Reykjavíkurborgar – Athafhaborgin 2022 í síðustu viku, kynnti Þröstur Söring framkvæmdastjóri hjá FSRE yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum stofnunarinnar í Reykjavík.

Í máli Þrastar kom fram að í tíu stærstu uppbyggingaverkefnum stofnunarinnar í Reykjavík standi til að byggja um 80 þúsund fermetra til fjölbreyttra nota.

Af þeim framkvæmdum sem lengst eru komnar má nefna skrifstofubyggingu Alþingis sem nú er í uppsteypu, Hús íslenskunnar sem mun klárast í sumar og húsnæði Skattsins og Fjársýslunnar sem rís í Katrínartúni.

Þá fór Þröstur yfir þróun mála í húsnæðismálum MR og á verknámshúsnæði Fjölbrautar í Breiðholti. Tvö stór hjúkrunarheimili eru í farvatninu í Reykjavík, á Mosavegi og í Ártúni. Alls verða 340 hjúkrunarrými á þessum tveimur heimilum.

Stærsta verkefnið og raunar það stærsta sem FSRE hefur tekið að sér er hús viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu (HVH) sem rísa mun á nýrri lóð milli Kleppsspítala og Holtagarða. Byggingin verður um það bil 26 þúsund fermetrar, en þar verða starfsemi slökkviliðs, LSH, Almannavarna, Landsbjargar og fleiri aðila sem koma að björgun, löggæslu og almennu viðbragði við hættu sem steðjar að landinu.

Kostnaður hefur verið greindur fyrir öll þessi verkefni að hjúkrunarheimili í Ártúni undanskildu. Þá er húsnæði Skattsins leiguhúsnæði. Heildarkostnaður við hin verkefnin er áætlaður um 46 milljarðar króna.

Kynningu Þrastar má finna hér . Upptaka af fyrirlestrinum er hér að neðan. hér .


Fréttalisti