• Morgunfundur Bim kröfur FSRE
    Morgunfundur Bim kröfur FSRE

19. apríl 2023

Nýjar BIM kröfur FSRE kynntar

FSRE Hefur nú gefið út nýjar Kröfur til upplýsingamiðlunar (EIR) sem taka á öllum upplýsingum og ferlum þeim tengdum á hönnunartíma. Kröfurnar verða kynntar og útskýrðar á morgunfundi þriðjudaginn 25. apríl 

Undanfarin ár hefur verið ör þróun í meðhöndlun stafrænna byggingaupplýsinga í mannvirkjagerð. FSRE hefur í rúman áratug notast við BIM aðferðafræðina við hönnun stærri byggingar sem stofnunin hefur umsjón með.  

Nú hefur stofnunin gefið út nýjar BIM kröfur eða Kröfur til upplýsingamiðlunar (EIR) með vísan í ISO 19650 sem taka nú á öllum upplýsingum og ferlum þeim tengdum á hönnunartíma. 

Þriðjudaginn 25. apríl  frá kl. 9 - 10:30 heldur FSRE morgunfund á Hilton Nordica þar sem kröfurnar verða kynntar og útskýrðar. 

Hönnuðir og verktakar eru sérstaklega hvött til að mæta. 

Dagskrá 

  • 09.00-09:15    Frumkvæði og ábyrgð
    Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá FSRE
  • 09:15- 10:15   Nýjar BIM kröfur FSRE, hagræðing með áreiðanlegri upplýsingum 
    Davíð Friðgeirsson, BIM leiðtogi FSRE og formaður BIM Ísland  
  • 10:15-10:30    Spurningar úr sal

SKRÁNING Á  BIM MORGUNFUND 


Fréttalisti