FSRE fyrirhugar útboð fyrir 17,6 milljarða í ár
Guðrún Ingvarsdóttir kynnti fyrirhuguð útboð Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna á Útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins í dag.
Alls áætlar FSRE að verk að upphæð 17,6 milljarða verði boðin út á vegum stofnunarinnar í ár. Við bætast endurbótaverkefni Landspítalans Háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands fyrir um 1,2 milljarða. Guðrún kynnti því verkefni fyrir alls 18,6 milljarða á Útboðsþingi.
Stærstur hluti útboða FSRE á árinu 2022 verða annað hvort verkframkvæmd eða alútboð. Munar mestu um útboð vegna verkefna í heilbrigðisþjónustu, en útboð í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti verða um 10 milljarðar króna. Munar þar mestu um stór hjúkrunarheimilisverkefni og heilsugæslustöðvar.
FSRE mótar og rekur aðstöðu ríkisaðila sem notuð er til að veita borgurunum þjónustu. Stofnunin stýrir öflum húsnæðis og framkvæmdum við breytingar, endurbætur og nýbyggingar. Þá heldur stofnunin utan um 530 þúsund fermetra húsnæðis í eigu ríkisins og um 300 ríkisjarðir. FSRE varð til við sameiningu Framkvæmdasýslunnar og Ríkiseigna á liðnu hausti. Markmið stofnunarinnar er að skapa vandaða og hagkvæma aðstöðu fyrir þjónustu ríkisins við borgarana.