• Jafnvaegisvogin-2024-FKA-Silla-Pals-Mirror-Rose

14. október 2024

FSRE hlýtur viðurkenningu Jafnægisvogar FKA 2024

FSRE hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA  nú í fjórða sinn. Jafnvægisvogin veitti að þessu sinni  viðurkenningar til 93 fyrirtækja, 15 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila úr hópi þeirra 247 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu.

Stjórnendur og starfsfólk FSRE er stolt af því að vera þátttakendur í hreyfiaflsverkefninu Jafnvægisvoginni. Í stofnuninni er unnið markvisst að því að skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk finnur fyrir virðingu og stuðningi. Það lýtur meðal annars að því að bjóða upp á jafna athygli og jöfn tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Þessi viðurkenning er hvatning til að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur í framtíðinni.


Hér má lesa nánar um verkefnið. 


Fréttalisti