Fullt hús á fundi um kerfisbundinn frágang
FSRE hélt í dag fund um aðferðarfræði kerfisbundins frágangs
Á annað hundrað sóttu fund FSRE um kerfisbundinn frágang sem fram fór á Nordica Hilton hótelinu í morgun.
Aðferðarfræði kerfisbundins frágangs (systematisk ferdigstillelse) hefur verið innleidd í Noregi til að minnka áhættuna á göllum og misræmi í verkefnum. Í því felst að fylgja ákveðnum kerfisbundnum ferlum í hönnun, framkvæmd, við afhendingu og á reynslutíma, Þar til ábyrgðartíma lýkur. Þannig á bygging að uppfylla allar virknikröfur og tæknikerfi að virka samkvæmt lýsingu, bæði kerfin hvert fyrir sig og kerfin í sameiningu. Mikilvægt er að allir þátttakendur í verkefnum tileinki sér aðferðafræðina til að stuðla að auknum áreiðanleika og skilvirkni við samþættingu, hönnun og framkvæmd kerfa í byggingum.
Á fundinum fór Kristján Haukur Flosason yfir áskoranirí framkvæmdum í uppsetningu, gangsetningu og prófunum tæknikerfa.
Gunnlaugur Trausti Vignisson frá HENT í Noregi fór yfir aðferðafræði kerfisbundins frágangs og innleiðingu hennar í Noregi. Gunnlaugur hefur þýtt fyrir FSRE norsku handbókina um kerfisbundinn frágang.
Handbók um kerfisbundinn frágang
Upptöku af fundinum má sjá hér:
Myndir frá fundinum: