Húsnæðis fyrir geðheilsuteymi í Reykjanesbæ leitað
FSRE leitar nú að leiguhúsnæði fyrir geðheilsuteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ.
Um helgina birtist í blöðum auglýsing þar sem leitað er að um 460 fermetrum húsnæðis fyrir Geðheilsuteymi HSS í Reykjanesbæ.
Staðsetning húsnæðisins er mikilvæg. Ætlast er til að húsnæðið sé miðlægt í þjónustusvæði og í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur.
FSRE hefur áður haft með höndum aðstöðusköpun fyrir geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu. Í júní 2020 opnaði Geðheilsuteymi suður í Bæjarlind í Kópavogi. Teymið sinnir íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar.
Geðheilsuteymi austur hefur rekið starfsemi sína á Stórhöfða 23 frá því í september 2019. Teymið þjónar íbúum Breiðholts, Árbæjar, Grafarvogs, Norðlingaholts, Grafarholts, Kjalarness og Mosfellsbæjar.
Áhugasamir húseigendur hafa til 27. október til að senda inn tilboð í húsnæði fyrir Geðheilsuteymi HSS í Reykjanesbæ. Frekari upplýsingar um útboðið er að finna hér .