1. september 2022

Markaðsaðilar buðu fram 240 þúsund fermetra skrifstofuhúsnæðis

Í júní lagði FSRE upp í markaðskönnun á framboði skrifstofuhúsnæðis. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir.

Í júní auglýsti FSRE markaðskönnun þar sem leitað var eftir 8-20 þúsund fermetrum skrifstofuhúsnæðis. Ætlunin er að skoða möguleika á að setja upp skrifstofugarða þar sem ótiltekinn fjöldi ríkisstofnana fær nútímalega framtíðaraðstöðu.

Tillögur að húsnæði sem bárust voru alls 25, frá 12 aðilum. Heildarfjöldi fermetra sem felast í tillögunum er um 240 þúsund. Í flestum tilfellum er um að ræða húsnæði sem enn hefur ekki verið byggt, en er til afhendingar á næstu 36 mánuðum.

Sérfræðingar stofnunarinnar munu í framhaldinu fara yfir tillögunar og meta samkvæmt tilteknum forsendum. Lykilspurningarnar við þá úrvinnslu eru nokkrar, meðal annars staðsetning, verð og tímasetning afhendingar húsnæðis.

Engin skuldbinding viðskipti felst í markaðskönnun, en hún er gagnlegt verkfæri fyrir sérfræðinga FSRE í vinnu sinni við aðstöðusköpun fyrir ríkisaðila og stefnumótun þar að lútandi.

Meginmarkmið FSRE er að skapa aðstöðu fyrir þjónustu ríkisins við borgarana. Undanfarin ár hefur staðið yfir viðamikil endurnýjun á skrifstofuhúsnæði opinberra aðila. Skrifstofur hafa breyst mikið á undanförnum áratugum, í takt við tækniþróun og breytt vinnubrögð.


Fréttalisti