Opinn fundur um réttindamál í byggingariðnaði
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Samtök iðnaðarins og Hús fagfélaganna boða til málþings og vinnustofu um réttindamál í byggingariðnaði fimmtudaginn 5. maí í Hörpu kl. 9-12.
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Samtök iðnaðarins og Hús fagfélaganna boða til málþings og vinnustofu um réttindamál í byggingariðnaði fimmtudaginn 5. maí í Hörpu kl. 9-12. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
Byggingariðnaðurinn er ein af undirstöðugreinum íslensks samfélags en sveiflurnar hafa verið miklar og starfsumhverfið því óstöðugt. Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðari aðgerðum til að ná utan um réttindamál í byggingariðnaði með það að markmiði að bæta aðstöðu allra sem starfa í greininni, starfsfólks, fyrirtækja og hins opinbera.
Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30.
Málþing kl. 9.00-10.00
Fundarstjórn Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE
Ávörp
- Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ
Hvað er VÖR (Vistkerfi – Öryggi – Réttindi)?
- Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE segir frá leiðsagnarverkefninu VÖR sem notað er til að stýra umhverfis-, öryggis- og réttindamálum starfsfólks við byggingu Húss íslenskunnar.
Hverjar eru stærstu áskoranirnar?
- Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar
- Hildur Sunna Pálmadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu
- Edda Bergsveinsdóttir, deildarstjóri réttindasviðs Vinnumálastofnunar
Hvað má gera til að bæta stöðuna?
- Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðn
- Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI
Vinnustofa kl. 10.30-12.00
Þátttakendum í vinnustofu er ætlað að þróa tillögur um hvernig aðilar á byggingamarkaði geta tekið höndum saman og kortlagt þann vanda sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir í réttindamálum. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í mótun tillagnanna.
Þátttaka er öllum opin, en sem fyrr segir er hægt að skrá sig á fundinn hér.