Samþætting rekstrarsviða FSR og Ríkiseigna
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir hefur tímabundið tekið við sem sviðsstjóri sameinaðs rekstrarsviðs FSR og Ríkiseigna. Skipulagsbreytingin er liður í samruna stofnananna tveggja.
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir hefur tímabundið tekið við sem sviðsstjóri sameinaðs rekstrarsviðs FSR og Ríkiseigna. Skipulagsbreytingin er liður í samruna stofnananna tveggja.
Rekstrarsvið Framkvæmdasýslunnar og Ríkiseigna munu frá og með 1. október heyra undir einn framkvæmdastjóra/sviðsstjóra.
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir er sviðsstjóri Rekstrarsviðs og samhliða deildarstjóri rekstrar FSR, en Margrét Kristjánsdóttir verður deildarstjóri rekstrar Ríkiseigna og fjármálstjóri. Sólrún er jafnframt þessu staðgengill forstjóra og stjórnandi í málefnum Ríkiseigna.
Um leið hverfur Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri FSR frá stofnuninni og tekur við starfi fjármálastjóra Sýslumannsinns á höfuðborgarsvæðinu. Guðna eru þökkuð sín störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Þessar breytingar eru liður í skipulagsbreytingum í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðherra að samþætta verkefni stofnananna tveggja, sem annars vegar hafa umsjón með eignum ríkisins og hinsvegar aðstöðubyggingu ríkisstofnana.