• Sólrún Jóna Böðvarsdóttir
    Sólrún Jóna Böðvarsdóttir

5. október 2021

Samþætting rekstrarsviða FSR og Ríkiseigna

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir hefur tímabundið tekið við sem sviðsstjóri sameinaðs rekstrarsviðs FSR og Ríkiseigna. Skipulagsbreytingin er liður í samruna stofnananna tveggja.

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir hefur tímabundið tekið við sem sviðsstjóri sameinaðs rekstrarsviðs FSR og Ríkiseigna. Skipulagsbreytingin er liður í samruna stofnananna tveggja.

Rekstrarsvið Framkvæmdasýslunnar og Ríkiseigna munu frá og með 1. október heyra undir einn framkvæmdastjóra/sviðsstjóra.

Sólrún Jóna Böðvarsdóttir er sviðsstjóri Rekstrarsviðs og samhliða deildarstjóri rekstrar FSR, en Margrét Kristjánsdóttir verður deildarstjóri rekstrar Ríkiseigna og fjármálstjóri. Sólrún er jafnframt þessu staðgengill forstjóra og stjórnandi í málefnum Ríkiseigna.

Um leið hverfur Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri FSR frá stofnuninni og tekur við starfi fjármálastjóra Sýslumannsinns á höfuðborgarsvæðinu. Guðna eru þökkuð sín störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Þessar breytingar eru liður í skipulagsbreytingum í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðherra að samþætta verkefni stofnananna tveggja, sem annars vegar hafa umsjón með eignum ríkisins og hinsvegar aðstöðubyggingu ríkisstofnana.


Fréttalisti