6. apríl 2022

Staðan á húsnæðisöflun fyrir flóttafólk

Um miðjan mars barst Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum beiðni frá félagsmálaráðuneytinu um að aðstoða við útvegun húsnæðis fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Verkefninu hefur miðað vel áfram.

Nú hefur FSRE aflað húsnæðis sem dugir fyrir um 1.000 hælisleitendur hverju sinni. Húsnæðið stendur hælisleitendum til boða í mislangan tíma, allt frá tveimur vikum og upp í einhverja mánuði. Um er að ræða tugi þúsunda gistinótta í vönduðu húsnæði sem tilbúið er til gistingar. Húsnæðið er staðsett á suðvesturhorn landsins, í ljósi þess hvar flóttamenn flæða inn til landsins.

70% húsnæðisins er vegna fyrstu dvalar á íslandi og 30% er í svokallaðri „millilendingu“, úrræði sem duga á þann tíma sem líður frá því að hælisleitandi hefur fengið landvistarleyfi og fer úr umsjá Útlendingastofnunar, þar til sveitarfélög geta tekið við fólkinu.

Nokkrir aðilar, fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir hafa ákveðið að innheimta enga leigu fyrir húsnæði sitt og eru það pláss fyrir ríflega 600 manns.

Alls eru samningar í gildi núna um pláss fyrir 2.000 einstaklinga á öllum þremur stigum dvalar flóttamannanna.

Unnið er að því að afla húsnæðis utan suðvestur hornsins og hafa nú yfir 20 aðilar boðið húsnæði sitt víðsvegar um landið. Samstarfssamningur milli ríkis og sveitarfélaga mun ráð miklu um það hvar þessi úrræði verða staðsett.

Enn gæti verið þörf fyrir meira húsnæði. Bendir FSRE öllum sem boðið geta fram húsnæði að skra eign sína á fsre.is .


Fréttalisti