Styttist í að hús íslenskra ríkisfjármála verði afhent
Verulega er farið að styttast í afhendingu skrifstofubyggingarinnar í Katrínartúni 6, við Höfðatorg. Þar verða Skatturinn og Fjársýsla ríkisins til húsa næstu 30 árin, hið minnsta.
Verulega er farið að styttast í afhendingu skrifstofubyggingarinnar í Katrínartúni 6, við Höfðatorg. Þar verða Skatturinn og Fjársýsla ríkisins til húsa næstu 30 árin, hið minnsta.
Uppsteypu hússins lauk fyrr á þessu ári og nú er unnið að raflögnum, tæknikerfum og uppsetningu léttra veggja á hæðunum níu sem húsið telur. Undir húsinu er tveggja hæða bílakjallari. Eigandi hússins er Íþaka fasteignafélag, en Eykt byggir húsið. FSRE undirritaði samning um leigu á húsinu öll fyrir stofnanirnar tvær, sem segja má að séu hjarta og hluti æðakerfis íslenskra ríkisfjármála.
Byggingin er alls um 11.705 fermetrar. Skatturinn mun hafa yfir í 9.705 fermetrum að ráða, en Fjársýslan 2.000 fermetrum..
Jarðhæð byggingarinnar verður helguð móttökurými og sameiginlegu mötuneyti stofnananna þriggja auk þess sem þar er 70 manna ráðstefnusalur ætlaður notendum byggingarinnar. Á 2. hæð verður aðstaða Fjársýslunnar og á öðrum hæðum mun Skatturinn (áður Ríkisskattstjóri og Tollstjóraembættið) og Skattrannsóknarstjóri hafa sínar höfuðstöðvar.
Starfsfólk Fjársýslunnar skoðaði nýverið nýbygginguna. Nýja aðstaðan verður mikil og jákvæð breyting fyrir starfsfólkið, sem er 90 talsins. Nú er starfsemi Fjársýslunnar á fjórum hæðum í Vegmúla 3, en á nýja staðnum verður nægt rými fyrir alla starfsemina á einni hæð í nútímalegu skrifstofuhúsnæði sem hannað verður með gildi verkefnamiðaðarar vinnuaðstöðu að leiðarljósi.
Starfsfólk Fjársýslunnar litast um nýja húsnæðið í Katrínartúni.