Tilboð óskast í íbúðarhús í Sælingsdal 2
Um er að ræða fyrrum íbúðarhús ríkisjarðarinnar, Sælingsdalur í Dalabyggð, sem boðið er til sölu á sér 10.856 fermetra leigulóð, sem fengið hefur nafnið, Sælingsdalur 2. Nánar tiltekið, er um að ræða 192 fermetra einbýlishús, með sambyggðum 33 fermetra bílskúr, byggt árið 2007, úr timbri á steyptar undirstöður.
Um er að ræða fyrrum íbúðarhús ríkisjarðarinnar, Sælingsdalur í Dalabyggð, sem boðið er til sölu á sér 10.856 fermetra leigulóð, sem fengið hefur nafnið, Sælingsdalur 2, L231834, F2515268. Nánar tiltekið, er um að ræða 192 fermetra einbýlishús, með sambyggðum 33 fermetra bílskúr, byggt árið 2007, úr timbri á steyptar undirstöður.
Húsið ásamt bílskúr er ófullgert. Skráð á byggingarstigi 5 og þarfnast lokafrágangs að innan og utan. Mögulegt er að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsinu þar sem utanhússklæðning og annar frágangur að utan var aldrei fullkláraður.
Húsið er selt í því ástandi sem það er í við undirritun kaupsamnings. Áhugasamir kaupendur eru hvattir til að kynna sér vel ástand hússins og lóðar á staðnum, áður en tilboð er gert. Þar sem seljandi hefur aldrei haft afnot af húsinu. Þekkir ekki ástand þess og getur ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína nema að mjög takmörkuðu leyti.
Gerður verður nýr lóðarleigusamningur til 50 ára samhliða undirritun kaupsamnings um einbýlishúsið. Ársleiga lóðar verður í samræmi við reglur og gjaldskrá ríkisins um leigu á ríkislandi. Lóðin verður leigð og afhent í því ástandi sem hún er í við undirritun lóðarleigusamnings. Lóðarleigutaki sér sjálfur um að koma lóðinni og því sem henni fylgir í viðunandi horf.
Sérstök athygli er vakin á að núverandi vatnsbrunnur fyrir íbúðarhúsið þarfnast endurbóta. Hann er staðsettur í bæjarlæknum í hlíðinni austan við húsið. Fyrir eru á jörðinni þrjár frístundalóðir sem mögulega nýta sama vatnsból.
Kaupandi íbúðarhússins, mun eiga kost á að leigja einnig jörðina Sælingsdal, L137739, að hluta eða öllu leyti, til allt að 10 ára.
Leitað er eftir tilboðum í einbýlishúsið á leigulóðinni Sælingsdalur 2. Seljandi áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Eignin er auglýst á fasteignavef Mbl og hægt er að skoða fleiri myndir hér.