Gjaldskrá FSRE 2025
Gjaldskrá fyrir þjónustu FSRE. Gildir frá 1. janúar 2025
1. grein
Ráðgjöf sem FSRE veitir í verkefnum sem er áætluð umfram 2 m.kr. skal byggja á skriflegum samningum. Slíkur samningur skal byggja á skilgreindri þjónustu á föstu verði eða áætlun með nánari mati á umfangi verkefnis.
2. grein
Tímagjald fyrir útselda vinnu starfsmanna FSRE fyrir árið 2024 er sem hér segir:
Sérfræðingar | 21.854 kr./klst. án vsk |
Verkefnastjórar | 23.821, kr./klst. án vsk |
Virðisaukaskattur leggst ekki á tímagjaldið þar sem FSRE er A-hluta stofnun. |
3. grein
Veltutengd grunnþóknun skal vera 0,4% af veltu hverrar framkvæmdar sem FSRE hefur umsjón með.
4. grein
Gjöld vegna skilamata, skilagreina og skilablaða eru sem hér segir:
Skilamat |
543.686 kr. án vsk. |
Skilagrein |
301.930 kr. án vsk. |
Skilablað |
121.406 kr. án vsk. |
5. grein
Gjöld vegna fasteignasölu eru sem hér segir.
Söluverð fasteignar:
01-100.000.000 | 1,95% | Lágmarksþóknun 350.000 kr |
100.000.001-400.000.000 | 1,6% | |
400.000.001 og yfir | 1,2% | Hámarksþóknun 10.000.000 kr |
6. grein
Virðisaukaskattur leggst hvorki á gjöld né þóknanir þar sem FSRE er A1-hluta stofnun.
7. grein
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 22. grein laga nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda.