Skipurit
FSR og Ríkiseignir sameinuðust haustið 2021. Með sameinaðri stofnun er skapaður heildstæður rammi um fasteigna og framkvæmdamál ríkisins sem ætlað er að stuðla að aukinni yfirsýn, bættri nýtingu eigna og auknu virði fyrir notendur aðstöðu
Í skipuriti FSRE eru þrjú svið:
- Þjónustusvið er tenging við notendur húsnæðis og jarða í eigu ríkisins.
- Framkvæmdasvið fer með umsjón fjárfestingarverkefna á hönnunar- og framkvæmdastigi.
- Fjármál og stafrænir innviðir stoðsvið sem heldur utan um fjármál og stafræna innviði.
Nánar um einingar innan skipurits
Þjónusta
þjónustusvið sem hefur umsjón með útleigu, rekstri og viðhaldi húsnæðis og jarða innan eignasafns FSRE
Markmið sviðsins er að tryggja vandaða og hentuga aðstöðu fyrir ýmsa þjónustu ríkisins og hámarka þannig ánægju notenda aðstöðunnar. Samhliða keppir sviðið að því að auka samlegð og samnýtingu húsnæðis til að lágmarka aðstöðukostnað ríkisins.
- Fyrsti viðkomustaður ríkisaðila vegna húsnæðis- og aðstöðumála
- Tengiliður vegna málefna jarða og auðlinda í umsjón Jarðasjóðs
- Þjónustusvið hefur umsjón með útleigu, rekstri og viðhaldi húsnæðis innan eignasafns Ríkiseigna og jarða/auðlinda
- Þjónustusvið aflar húsnæðis fyrir ríkisaðila og framleigir til stofnana
- Sviðið veitir þjónustu vegna útboða og innkaupa á vegum FSRE og sér um söluferli ákveðinna fasteigna í eigu ríkissjóðs
Framkvæmdir
þjónustusvið sem hefur umsjón með hönnunar og framkvæmdastigi fjárfestingaverkefna innan og utan eignasafns FSRE fyrir hönd ríkisins
Markmið sviðsins er að stuðla að uppbyggingu á vandaðri og hagkvæmri aðstöðu fyrir starfsmenn, notendur og gesti, með aðstöðulausnum sem styðja við skilvirkni og gæði í opinberri þjónustu innan sem utan eignasafns FSRE. Sviðið stuðlar að framþróun í mannvirkjagerð, með vel ígrunduðum kröfulýsingum í verkefnum og áreiðanlegri verkefnastjórnun.
- Sviðið hefur umsjón með fjárfestingaverkefnum innan eignasafns FSRE á stigi hönnunar og framkvæmda, hvort sem um er að ræða nýbyggingar, endurbætur eða eftirfylgni hönnunar og framkvæmda á vegum ytri leigusala. Þá veitir það öðrum sviðum FSRE stoðþjónustu í tengslum við þarfagreiningar, kostnaðarmat framkvæmdatengdra viðfangsefna og ástandsmats eigna.
- Sviðið fer með ráðgjafar- og umsjónarhlutverk varðandi fasteignir ríkisins utan eignasafns FSRE á stigi frum- og verkhönnunar sem og verklegra framkvæmda á grundvelli laga um skipan opinberra framkvæmda . Jafnframt sinnir það vinnslu frumathugana sem unnar eru á grundvelli sömu laga.
- Sviðið fer með ráðgjafar- og umsjónarhlutverk vegna eigna utan eignasafns FSRE á stigi frumathugana, gerð umsagna til Samstarfsnefndar um opinberrar framkvæmdir og útgáfu skilamata á grundvelli laga um skipan opinberra framkvæmda.
Stoðsvið sem heldur utan um reikningshald og stafræna innviði
Sviðið skiptist í tvær deildir:
- Reikningshald og fjárreiður hefur umsjón með stjórnun fjármála í samræmi við fjárlög og fjárheimildir stofnunarinnar. Deildin hefur umsjón með formlegri skýrslugerð og reikningsskilum í samanburði við áætlanir fyrir innri og ytri aðila.
- Stafrænir innviðir og greiningar hafa umsjón með áætlana- og greiningarverkfærum stofnunarinnar og þróun og rekstri tækniumhverfis. Þá veitir deildin stjórnendum stuðning við greiningar og skýrslugerð og fer með skjalamál stofnunarinnar.
Skrifstofa forstjóra
Skrifstofa forstjóra annast sameiginleg málefni sviða FSRE svo sem mannauðsmál, gæðamál, stefnumótun, lögfræðileg málefni, samskipti og alþjóðasamstarf.
Eignastýringarráð
Markmið ráðsins er að tryggja fyrir hönd fjármálaráðuneytis að stefna um stýringu fasteigna ríkisins og tengdra réttinda sé skýr á hverjum tíma. Auk þess fylgist ráðið með því að skipulag og starfsemi stofnunarinnar sé til þess fallin að ná árangri í samræmi við stefnu. Ráðið skipa fulltrúar FJR; Sigurður H. Helgason formaður, Guðrún Ögmundsdóttir og Guðmundur Axel Hansen.