Þjóðskjalasafn, hús 5, endurbætur
- Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- Staða: Í áætlunargerð
- Verkefnisnúmer: 602 1005
- Verkefnastjóri: Örn Baldursson og Vífill Björnsson
Um verkefnið
Breyta á húsnæðinu úr iðnaðarhúsnæði í skjalasafn. Hús 5 er innan lóðamarka Laugavegar 164 í Reykjavík með aðkomu annars vegar frá Laugavegi og hins vegar Brautarholti. Á árinu 2016 var vinna við undirbúning útboðs um utan- og innanhússframkvæmdir tekin upp að nýju eftir nokkurra ára hlé en verkefnið fór í bið vegna fjárskorts. Verkefnið var endurmetið og notandi, Þjóðskjalasafn Íslands, setti fram nokkrar óskir um breytta hönnun. Meðal annars:
- Hita- og rakastig. Ósk um að geta verið með annað hita- og rakastig í geymslum þar sem geyma á önnur gögn en hefðbundin skjöl, svo sem filmur, ljósmyndir, viðkvæman pappír, stafræn gögn og fleira.
- Eldtraustar hurðir. Ósk um endurskoðun á endurnýtingu núverandi eldvarnarhurða miðað við niðurstöðu skoðunar og mats brunavarnarhönnuðar á ástandi núverandi hurða með tilliti til byggingarreglugerðar.
- Raflagnir. Óskir um lagnir fyrir öryggismyndavélar, samþættingu aðgangskortakerfis við núverandi kerfi og tengingu húss 5 við innra net Þjóðskjalasafnsins.
- Varðveisla veggs á 2. hæð. Þörf á að varðveita vegg milli rýma sem upphaflega var gert ráð fyrir að rífa. Í ljós hefur komið að hæðarmunur er milli gólfa rýmanna sitt hvoru megin við vegginn og er hagkvæmara að varðveita hann til þess að taka upp þennan hæðarmun, auk þess sem uppskiptingin í tvö rými getur aukið sveigjanleika hússins á varðveislu muna með mismunandi kröfur til hita- og rakastigs.
Verkkaupi, mennta- og menningarmálaráðuneytið, heimilaði endurskoðun útboðsgagna miðað við framangreindar óskir. Framkvæmdasýslunni var falið að skipta verkefninu upp í tvo áfanga á árinu 2017. Fyrsti áfangi myndi teljast til niðurrifs innanhúss, þrif myglu í stigagangi, einangrun og klæðningu útveggja og uppbyggingu á valmaþaki. Í 2. áfanga yrði farið í frekari uppbyggingu og búnaðarkaup.
Áætlunargerð
T.ark arkitektar ehf. hafa annast arkitektahönnun hússins og Verkís hf. alla verkfræðihönnun. Lota ehf. hefur haft umsjón með brunahönnun.