Húsnæðismál - Stofnun Árna Magnússonar
- Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 633 0085
- Verkefnastjóri: Róbert Jónsson
Um verkefnið
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) sér um öflun húsnæðis fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins.
Verkefnið fólst í að finna tímabundið húsnæði fyrir hluta af starfsmönnum Stofnunar Árna Magnússonar. Hagstæðasta tilboðið reyndist vera frá HGK ehf. í Reykjavík. Um var að ræða 648,7 fermetra húsnæði við Laugaveg 13 í Reykjavík. Var tilboðinu tekið. Leigusamningurinn er til fjögurra ára og lýkur leigutíma í júlí 2019.Skilagrein
Skilagrein um leiguhúsnæði fyrir Stofnun Árna Magnússonar var unnin samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Unnið var að verkefninu á tímabilinu október 2014 til ágúst 2015. Skilagreinina og öll önnur skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.