Húsnæðismál lögreglustjórans á Suðurnesjum
- Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 633 0099
- Verkefnastjóri: Pétur Bolli Jóhannesson
Um verkefnið
Verkefnið felst í að skoða möguleika á að koma embættinu fyrir í einu framtíðarhúsnæði. Við embættið er starfrækt almenn lögregludeild, sérstök rannsóknardeild og flugstöðvardeild í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem landamæragæsla er meginverkefnið. Embættið er nú með meginstarfsstöðvar á þremur stöðum, það er að Hringbraut 130, Brekkustíg 39 og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögð er áhersla á að sameina aðstöðu lögreglustöðvar og skrifstofu lögreglustjóra á einum stað.
Frumathugun
Vinnsla þarfagreiningar og húsrýmisáætlunar er lokið og er vinna við frumathugunarskýrslu á lokametrunum (janúar 2018).