Tollhúsið Tryggvagötu 19 - endurbætur
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 609 5014
- Verkefnastjóri: Sigurður Norðdahl
- Tímaáætlun: Verklok í október 2016
- Áætlaður kostnaður: 232.823.836 kr.
Um verkefnið
Verkið samanstóð af þremur megin þáttum:
- Múr- og steypuviðgerðum utanhúss á fyrstu tveimur hæðum Tollhússins og Geirsbrúar,
- Endurnýjun þakefna á Geirsbrú og yfir annarri hæð á Tollhúsi,
- Byggingu millilofts innanhúss.
Verkkaupi var Ríkiseignir, Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með verkefninu, en eftirlit hafði Guðni Örn Jónsson, tæknifræðingur hjá byggingaþjónustunni slf. Hönnuðir voru Bj.Snæ arkitektar, Byggingaþjónustan slf., VSB-Verkfræðistofa og Tif- Tækniþjónusta slf. Verktaki var JS- hús ehf., Jón Sigurðsson.
Frumathugun
Ríkiseignir höfðu umsjón með öllum undirbúningi verksins sem í megindráttum lýtur að viðhaldi byggingarinnar og endurbótum í samráði við notendur hennar.
Áætlunargerð
Framkvæmdasýsla ríkisins kom að verkinu í lok áætlunargerðar, yfirfór magnskrá, kostnaðaráætlanir hönnuða, verklýsingar og teikningar og undirbjó verkið til útboðs og hafði umsjón með útboðsferlinu.
Verkleg framkvæmd
Auglýst var 21. mars 2015. Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum 21. apríl 2015. Tvö tilboð bárust. Samið var við JS – hús ehf., lægstbjóðenda. Tilboðsfjárhæð var 232.823.836 kr. eða 111,74% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun nam 208.368.100 kr. Verktími á utanhússviðgerðum og þökum var til 1. október 2015. Verktími á milligólfi og veggjum innanhúss var frá 1. febrúar 2016 til 1. apríl 2016.
Ábyrgðarúttekt fór fram 17. nóvember 2017.
Skilamat
Skilamat um endurbætur á Tollhúsinu við Tryggvagötu 19 var unnið samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Framkvæmdir fóru fram á árunum 2015-2016. Skilamatið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.