LSH Landakoti - L-álma, viðgerðir utanhúss
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 533 0705
- Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson
- Tímaáætlun: Áætluð verklok desember 2016
Um verkefnið
Verkefnið fólst í því að gera við útveggi og endursteina suðurhliðar og austurgafl L-álmu Landakotsspítala, skipta út gleri og gluggum og halda í upphaflegt útlit hússins. Umrædd framkvæmd var 1. áfangi utanhússviðgerða á L-álmu.
Verkkaupi var rekstrarsvið Landspítalans.
Áætluð verklok voru í desember 2016. Tveir verkþættir frestuðust þó fram á sumar 2017 vegna veðurs.
Ármann Óskar Sigurðsson, verkefnastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, hafði umsjón og eftirlit með framkvæmdinni. Hönnuðir og ráðgjafar: THG Arkitektar ehf. og EFLA verkfræðistofa. Verktaki: ÁS -Smíði ehf.
Frumathugun
Rekstrarsvið Landspítalans vann frumathugun.
Áætlunargerð
Áætlunargerð var unnin af rekstrarsviði Landspítalans. Verkefnið er hluti aukafjárveitingar vegna viðgerða á byggingum Landspítalans. Ráðgjafar voru THG Arkitektar ehf. og EFLA verkfræðistofa.
Verkleg framkvæmd
Kostnaðaráætlun nam 121 m.kr. Tilboð voru opnuð 29. mars 2016. Alls bárust þrjú tilboð. Tilboði ÁS - Smíði ehf. var tekið 27. apríl 2016 sem var 90,4% af kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hófust í byrjun maí 2016 með múrviðgerðum og pöntun á gluggum. Gert var við útveggi og suðurhliðar og austurgafl L-álmu Landakotsspítala endursteinaðar, skipt út gleri og gluggum. Haldið var í upphaflegt útlit hússins. Umrædd framkvæmd er 1. áfangi utanhússviðgerða á L-álmu Landakotsspítala.