Hjúkrunarheimili í Árborg
- Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 608 7030
- Verkefnastjóri: Hreinn Sigurðsson
- Stærð mannvirkis: Nýtt 60 rýma heimili, stærð: 3.900 fermetrar
- Tímaáætlun: Verkefninu lauk sumarið 2022
Um verkefnið
Með bréfi dagsettu 26. júní 2015 fór velferðarráðuneytið þess á leit við Framkvæmdasýslu ríkisins að stofnunin ynni frumathugun á byggingu þriggja hjúkrunarheimila í Kópavogi, Reykjavík og Árborg. Gert er ráð fyrir því að hönnun og bygging hjúkrunarheimilanna verði í samræmi við lágmarksviðmið ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila sem gefin voru út í júní 2014. Í áðurnefndu bréfi kemur fram að miðað sé við að byggt verði hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg sem rúmi 50 hjúkrunarrými.
Í desember 2016 var starfshópur skipaður með fulltrúum velferðarráðuneytisins, Sveitarfélaginu Árborg og Framkvæmdasýslu ríkisins. Í byrjun janúar 2017 var tekin ákvörðun um að fara hina hefðbundnu leið við val á ráðgjafa. Hefja ferlið með hönnunarsamkeppni og gera síðan ráð fyrir að samið yrði við vinningshafann um að ljúka við hönnunina með samstarfaðilum frá öðrum verkfræðistofum.
Í maí 2017 var hönnunarsamkeppnin um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg auglýst, nánar tiltekið á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Skilafrestur tillagna var til 5. september 2017. Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar og verðlaun afhent þriðjudaginn 24. október 2017. Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps hlutu 1. verðlaun. Samhliða verðlaunaafhendingu var gengið frá samningi milli ráðuneytis og sveitarfélagsins um að fjölga hjúkrunarrýmum um 10, úr 50 í 60.
Í desember 2017 var samþykkt útfærsla á stækkun heimilisins með því að stækka grunnflöt hússins. Áfram var miðað við hringlaga hús á tveimur hæðum. Útboð vegna vegna framkvæmdanna fór fram haustið 2019 og reyndist tilboð Eyktar lægst. Gengið var til samninga við Eykt og hófust framkvæmdir með fyrstu skóflustungu heilbrigðisráðherra og bæjarstjóra Árborgar 22. nóvember 2019.
Frumathugun
Niðurstaða frumathugunar Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 15. júlí 2015, er að brýnt sé að ráðast í byggingu þriggja nýrra hjúkrunarheimila, það er í Kópavogi, Reykjavík og Árborg. Í desember 2016 var starfshópur skipaður með fulltrúum velferðarráðuneytis, Sveitarfélaginu Árborg og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Í byrjun janúar 2017 var tekin ákvörðun um að fara hina hefðbundnu leið við val á ráðgjafa. Hefja ferlið með hönnunarsamkeppni og gera síðan ráð fyrir að samið verði við vinningshafann um að ljúka við hönnunina með samstarfsaðilum frá öðrum verkfræðistofum. Verkið verði þá boðið út í opnu útboði til verktaka.
Í maí 2017 var hönnunarsamkeppnin um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg auglýst, nánar tiltekið á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Skilafrestur tillagna var til 5. september 2017. Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar þriðjudaginn 24. október 2017.
Áætlunargerð
Í maí 2017 var hönnunarsamkeppni um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg auglýst, nánar tiltekið á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Skilafrestur tillagna var til 5. september 2017. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar og verðlaun afhent þriðjudaginn 24. október 2017. Afhending verðlauna fór fram við athöfn í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Í samkeppninni var meðal annars lögð áhersla á lausnir með góðu innra skipulagi og heimilislegu yfirbragði ásamt aðstöðu til útivistar, þar sem aðgengi og öryggismál væru höfð að leiðarljósi og góð vinnuaðstaða fyrir starfsmenn væri tryggð.
- Fyrstu verðlaun hlaut Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.
- Önnur verðlaun hlaut ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTER
- Þriðju verðlaun hlaut Sei ehf.
Samhliða verðlaunaafhendingu 24. október 2017 var gengið frá samningi milli ráðuneytis og sveitarfélagsins um að fjölga hjúkrunarrýmum um 10, úr 50 í 60. Í desember 2017 var samþykkt útfærsla á stækkun heimilisins með því að stækka grunnflöt hússins. Áfram var miðað við hringlaga hús á tveimur hæðum. Áætlað er að verkið verði boðið út í opnu útboði vorið 2019.
- Verkkaupi: Velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Árborg
- Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins
- Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands
Eftirtaldir aðilar eru ráðgjafar verkkaupa við verkið:
- Arkitektar: Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.
- Burðarþol og lagnir, bruna- og hljóðhönnun: Verkfræðistofa Reykjavíkur ehf.
- Landslagshönnun: Hornsteinar arkitektar ehf.
- Rafmagns- og lýsingarkerfi: Liska ehf.
- Vottun: BREEAM, LCC, LCA: EFLA hf.