Húsnæðismál MAST og Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu
- Staða: Öflun húsnæðis
- Verkefnisnúmer: 633 0128
- Verkefnastjóri: Róbert Jónsson
- Tímaáætlun: Verklok voru haustið 2018
Um verkefnið
Við flutning Fiskistofu til Akureyrar að hluta í janúar 2016 stóð talsvert af húsnæðinu þar sem starfsemin var áður við Dalshraun í Hafnarfirði autt. Í ljósi þeirrar stöðu voru húsnæðismál Matvælastofnunar (MAST) á höfuðborgarsvæðinu og þess hluta af Fiskistofu sem er á höfuðborgarsvæðinu skoðuð og metið hvort hægt væri að hagræða í húsnæðismálum stofnananna á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var sú að MAST flutti í Dalshraun í lok sumars og um haustið 2018.
Skilablað
Skilablað um húsnæðismál MAST og Fiskistofu var unnið samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Unnið var að verkefninu á árunum 2016-2018. Skilablaðið og öll útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.