Heilbrigðisstofnun Vesturlands - öldrunarþjónusta í Stykkishólmi
- Verkkaupi: Velferðarráðuneytið
- Staða: Í verklegri framkvæmd
- Verkefnisnúmer: 508 2002
- Verkefnastjóri: Hjálmar Örn Guðmarsson
Um verkefnið
Í desember 2017 var farið í vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við að koma fyrir 18 hjúkrunarrýmum í núverandi húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Hjúkrunarrýmin eiga að leysa af hólmi núverandi hjúkrunarheimili. Um er að ræða alls 1.170 m² gólfflöt miðað við 18 rými og 65 m² fyrir hvert rými. Hluti af þessum gólffleti tilheyrir núverandi rýmum, eins og matreiðslueldhúsi, sjúkraþjálfunarrými, þvottarými, starfsmannarými og gestasalernum.
Endurskipuleggja þarf bygginguna fyrst til þess að hægt sé að koma hjúkrunarrýmum fyrir í byggingunni. Fyrsta skrefið í endurskipulagningunni er að færa þvottahúsið frá jarðhæð í kjallara þar sem gera þarf þó nokkrar breytingar. Annað skrefið er að færa sjúkraþjálfunina, sem nú er í gömlu prentsmiðjunni á 1. hæð, í rýmið þar sem þvottahúsið var. Einnig er gert ráð fyrir þó nokkrum breytingum á jarðhæðinni. Þriðja skrefið er að taka ákvörðun um endurbætur á gömlu prentsmiðjunni. Gert er ráð fyrir því að nota alla aðra hæðina fyrir 12 rými og eldri hluta þriðju hæðar fyrir 6 rými.
Framkvæmdir voru boðnar út vorið 2021. Lesa má um útboðið hér.