Alþingi Þórshamar - aðgengismál og endurgerð
- Verkkaupi: Alþingi
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 500 1016 og 500 1017
- Verkefnastjóri: Pétur Bolli Jóhannesson
Um verkefnið
Um var að ræða áætlunargerð og verkframkvæmd vegna endurbóta á húsnæði Umboðsmanns Alþingis í Þórshamri. Framkvæmdir snerust aðallega að aðgengismálum þar sem meðal annars verður komið fyrir lyftu í húsnæðinu vegna aðkomu fatlaðra.
Í byrjun október 2016 óskaði Umboðsmaður Alþingis eftir því við FSR að húsnæðismál stofnunarinnar yrðu skoðuð. Ákveðið hafði verið af umbreyta rishæð hússins sem ekki var í notkun nema sem köld geymsla. Verkefnið var því býsna umfangsmikið, þar sem það kallaði á breytingar á stigahúsi hússins, sem ekki náði upp á rishæð auk breytinga á mæni og valma hússins. Notkun rishæðarinnar kallaði einnig á lyftu í húsnæðið.
Verkefninu lauk í desember 2017. Skilagrein um verkefnið má finna hér .