Sjúkratryggingar Íslands - húsnæðismál
Um verkefnið
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fluttu fyrri part árs 2018 hluta af starfseminni sem var við Rauðarárstíg/Laugaveg að Vínlandsleið 6–8 og 14–16 og sameinuðust þeim hluta af starfseminni sem þar var fyrir. Leigutíminn var lengdur í 17 ár. Ástæðan fyrir þessum flutningum og breytingum á skipulagi núverandi húsnæðis var meðal annars að skapa möguleika á betri nýtingu húsnæðis og um leið að skapa aukið svigrúm fyrir fjölgun starfsmanna sem fyrirsjáanleg er í nánustu framtíð vegna aukinna verkefna. Þá felst augljóst hagræði í því að hafa stofnunina á einum stað.
Stærð fyrrverandi húsnæðis SÍ var alls 6.091 m² en var eftir flutninginn alls 5.085 m². Sparnaðurinn í húsnæði er því 1.006 m².
Sjúkratryggingar er fyrsta ríkisstofnunin til að innleiða verkefnamiðað vinnuumhverfi. Allir starfsmenn hafa aðgang að læstum skáp, geta pantað kyrrðar- eða fundarherbergi og valið sér sæti eftir því hvaða verkefni þeir eru að fara að takast á við hverju sinni. Starfsmenn hafa ekki fasta starfsstöð og skilja hverju sinni við hana eins og þeir komu að henni.
Umsjón, þarfagreining, húslýsing, ráðgjöf og eftirlit verkefnisins var á höndum FSR.