Húsnæðismál Listaháskóla Íslands (LHÍ)
- Verkkaupi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 633 0118
- Verkefnastjóri: Anna Sofia Kristjánsdóttir
Um verkefnið
Lengi hefur verið stefnt að úrbótum í húsnæðismálum Listaháskóla Íslands, LHÍ, með aðkomu ríkisins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið myndaði stýrihóp ráðuneytis, Listaháskólans og Ríkiseigna um mitt ár 2017 þar sem verkefnisstjórn var á hendi Framkvæmdasýslunnar.
FSR vann þarfagreiningu og frumathugun fyrir skólann (LHÍ) í samvinnu við stýrihópinn. Nú er skólinn á fimm stöðum í bænum og enn fleiri húsum. Lögð er áhersla á að sameina starfsemi skólans þannig að hún verði öll á einum stað.