Hjúkrunarheimili - Sveitarfélagið Hornafjörður
- Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið
- Staða: Í áætlunargerð
- Verkefnisnúmer: 608 7040
- Verkefnastjóri: Hreinn Sigurðsson
Um verkefnið
Stækkun Hjúkrunarheimilisins á Hornafirði um 1.000 fermetra. Fyrirhugað er að eftir stækkun verði heimilið fyrir 30 vistmenn og að húsnæðið verði í fullu samræmi við núverandi viðmið heilbrigðisráðuneytis hvað stærðir og aðbúnað varðar. Verkkaupar eru velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður.
Samkeppni um hönnun heimilisins fór fram árið 2019 þar sem BASALT og Efla urðu hlutskörpust.
Bygging hjúkrunarheimilis var boðin út haustið 2021. Tvö tilboð bárust, en báðum var hafnað þar sem þau voru yfir kostnaðaráætlun.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.