Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) - Reykjum í Ölfusi
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 502 5701
- Verkefnastjóri: Pétur Bolli Jóhannesson
Um verkefnið
Verkefnið nær til skoðunar á endurbótum/endurgerð á aðalbyggingu Garðyrkjuskóla LBHÍ. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.
Á árinu 2017 var unnin frumathugun og lögð fram tillaga til úrbóta á húsnæðismálum LBHÍ að Reykjum í Ölfusi. FSR mun hafa umsjón með verklegum þáttum er varða úrbætur á brunamálum í aðalbyggingunni að Reykjum, auk endurgerðar garðskála og annarra byggingarhluta. Verkefnið felst einnig í að ljúka áætlunargerð og öðru því sem til þarf til að bjóða framkvæmdina út í almennu útboði þegar heimild til útboðs liggur fyrir. Vinnsla þarfagreiningar og búnaðaráætlunar og vinna við frumathugunarskýrslu er lokið. Verkefnið fer að öllum líkindum fyrir samstarfsnefnd opinberra framkvæmda á fyrri hluta árs 2018 og í framhaldi af því ætti að vera hægt að bjóða verkið út.