Barnaverndarstofa - húsnæði fyrir meðferðarheimili
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 633 0101
- Stærð mannvirkis: 1.000 fermetrar
Um verkefnið
Velferðarráðuneytið fól Barnaverndarstofu að hefja undirbúning að stofnun meðferðarheimilis á höfuðborgarsvæðinu. Meðferðarheimilið mun skiptast annars vegar í meðferðarhluta og hins vegar í þjónustuhluta. Meðferðarhlutinn skal rúma aðstöðu fyrir sex einstaklinga í tveimur aðskildum einingum, um 460 m2 , og öryggis- og móttökurými fyrir tvo einstaklinga, um 110 m2. Þjónustuhlutinn skal rúma sameiginleg rými, fjölskylduíbúð, skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og önnur stoðrými, um 430 m2. Gert er ráð fyrir að starfsemin taki mið af tegund gagnreyndrar meðferðar og verklags sem þróað hefur verið á Norðurlöndum undir heitinu „MultifunC“ og hefur Barnaverndarstofa fengið formlegt leyfi til að innleiða þær aðferðir á meðferðarstofnun með viðeigandi aðlögun að aðstæðum og þörfum hér á landi.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.