Hjúkrunarheimili á Húsavík bygging
- Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið
- Staða: Í verklegri framkvæmd
- Verkefnisnúmer: 608 7042
- Verkefnastjóri: Óli Vilmundarson og Guðmundur Möller
- Stærð mannvirkis: 4600 m2
- Tímaáætlun: Áætluð verklok eru 2027
Um verkefnið
Í upphafi verkefnisins stóð til að byggja 23 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík. Við frumathugun kom í ljós að hagkvæmara væri að bæta við rýmum og stendur nú til að heimilið rúmi 60 heimilismenn.
Á fyrri hluta árs 2020 fór fram hönnunarsamkeppni um hönnun heimilisins, sem hafði verið valinn staður í hlíðunum fyrir ofan Húsavík.
Fyrstu verðlaun hlaut Arkís í samstarfi við Mannvit. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:
„Skipulag sambýliseininga styður við heimilisbrag með vistlegum einkarýmum fyrir hvern íbúa sem snúa flest að bænum og frábæru útsýni yfir Skjálfanda og Kinnarfjöll. Starfsaðstaða er mjög góð þar sem þjónusturými eru miðlæg og vegalengdir stuttar innan hverrar deildar. Heimiliseiningar eru allar jafnstórar og hönnun þeirra auðveldar mönnun og flæði milli þeirra, þ.m.t. yfirsýn yfir heimilið í heild og starfsfólk nýtist m.a. betur á nóttunni. Heimilið er bjart, auðvelt aðgengi er út undir bert loft frá setustofum til að njóta útsýnis og veðurs og tilhögun einkarýma gerir auðvelt fyrir íbúa að rata í herbergi sín.“
Jarðvinna fyrir bygginguna hófst á haustdögum 2021, en bygging hjúkrunarheimilisins var boðin út ío október 2023. Áætlað er að hjúkrunarheimilið verði tilbúið árið 2027.
Fréttir um verkefnið
Mikil þátttaka í hönnunarsamkeppni