Bygging nr. 179 - Keflavíkurflugvelli. Viðbygging og endurbætur
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 606 1036
- Verkefnastjóri: Sigurður Norðdahl
- Tímaáætlun: Áætluð verklok eru í mars 2019
Um verkefnið
Um er að ræða nýja viðbyggingu og endurbætur á núverandi húsnæði þar sem starfrækt er mötuneyti, fyrirlestrasalur og tölvuver Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Byggingin er um 900 m² að stærð á einni hæð. Fara þarf inn um vaktað hlið til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Verkkaupi er Landhelgisgæsla Íslands.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri.
Verkleg framkvæmd
Útboð var auglýst í byrjun júní 2018 og tilboð opnuð 19. júní 2018. Tvö tilboð bárust. Tilboði lægstbjóðanda, Bergraf ehf., upp á 151.535.765 krónur var tekið 9. júlí 2018. Kostnaðaráætlun var 151.209.000 krónur og var tilboð Bergraf því 100,22% af kostnaðaráætlun.