Bygging nr. 831 á Keflavíkurflugvelli. Viðhald og málun utanhúss
- Verkkaupi: Stofnanir
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 606 1035
- Verkefnastjóri: Sigurður Norðdahl
- Stærð mannvirkis: 12.200 fermetrar
Um verkefnið
Um er að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss, auk hreinsunar á tjörupappaklæddum þökum og einangrun og klæðning útveggja viðbygginga sem tilheyra austurhlið byggingarinnar. Verkkaupi áskilur sér rétt til að fella að einhverju leyti niður útveggjaklæðningu og viðhald á viðbyggingum. Bygging nr. 831 er flugskýli Atlantshafsbandalagsins að stærð um 12.200 m2.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019 en öllum verkþáttum á þökum og norðurhlið byggingarinnar skal vera lokið 31. desember 2018.
Verkkaupi er Landhelgisgæsla Íslands.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri verkefnisins.