Svefnskálar á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar
- Verkkaupi: Utanríkisráðuneytið
- Staða: Í verklegri framkvæmd
- Verkefnisnúmer: 606 1038
- Verkefnastjóri: Guðmundur Möller
- Stærð mannvirkis: 1000 fm.
- Tímaáætlun: 2021
- Áætlaður kostnaður: 473 milljónir
Áframhaldandi uppbygging svefnaðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvalllar,
Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Verkefnið felst í byggingu tveggja svefnskála með samtals 50 svefnplássum ásamt stoðrýmum.
Skálarnir verða staðsettir samkvæmt deiliskipulagsskilmálum fyrir reiti nr. 9 og 11 við Þjóðbraut á Keflavíkurflugvelli. Svefnskálarnir verða í daglegum rekstri Landhelgisgæslunnar. Þetta verkefni snýr að svefnskála á reit 9.
Svefnskálarnir eru ætlaðir erlendum liðsafla sem dvelur tímabundið á Íslandi. Þeir eru brýn viðbót við skála sem þegar eru á öryggissvæðinu. Til stendur að fjölga svefnplássum í 300 talsins fram til ársins 2024.
Fyrirhugað er að í framhaldi þessa svefnskála verði farið í annan svamsvarandi skála.
Útboð
Alútboð vegna svefnskálanna var auglýst í maí 2020. Alútboðsgögn voru afhent 3. júní, en skilafrestur tilboða rann út 18. september. Fjórir verktakar voru valdir til þátttöku í alútboðinu og bárust tilboð frá þeim öllum, það lægsta frá Alverki ehf. Var tilboði fyrirtækisins tekið og samningur þar að lútandi undirritaður í október 2020.
Tímarammi
Áætlað er að svefnskálarnir verði teknir í notkun í desember 2021.