Húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu
- Verkkaupi: Dómsmálaráðuneytið
- Staða: Í áætlunargerð
- Verkefnisnúmer: 609 1050
- Verkefnastjóri: Hannes Frímann Sigurðsson
Húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu nær yfir sjö aðila:
- Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
- Ríkislögreglustjóri
- Landhelgisgæslan
- Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Tollgæslan
- Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins - yfirstjórn
- Neyðarlínan 112
Forsendur verkefnisins eru eftirfarandi:
- Viðbragðs- og þjónustustig löggæslu- og viðbragðsaðila við almenning verði eflt.
- Húsnæðis- og aðstöðumál aðilanna leyst með hagkvæmum hætti.
- Byggt verði yfir verkefni, ekki aðila.
- Samvinna, samþætting, samlegð og þekkingarmiðlun milli aðila eflist.
- Verkefnamiðað vinnuumhverfi verði tekið upp.
- Aðstaða verði í sveigjanlegu húsnæði.
Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um staðarval hússins var undirritað í sumar. Mun húsið rísa við Kleppsgarða 2 á um það bil 30.000 m2 lóð.
Lóð HVH við Kleppsgarða.
Niðurstaða þarfagreiningar gaf til kynna að þörf væri á rúmlega 26.000 m2 húsnæði.
Útboðsferli verkefnisins hófst með forvali arkitekta. Fimm teymi verða valin úr forvalinu til að taka þátt í lokuðu samkeppnisútboði í þremur þrepum. Í þrepi 1 skila arkitektateymin inn hönnunartillögum og velur matsnefnd tvær tillögur til að halda áfram í þrep 2. Í lokin á þrepi 2 er ein tilalga valin af matsnefnd. Í þrepi 3 er forhönnun vinningstillögurnar lokið. Í þrepum 2 og 3 er notendasamráð.
Arkitektar, verkfræðingar og verktaki verða tengdir saman snemma í ferlinu í þeirri viðleitni að fá sem besta niðurstöðu fyrir verkefnið. Forval verktaka og verkfræðingateymis (VV teymi) hefst að loknu forvali arkitekta. Þrjú teymi verða valin til að taka þátt í lokuðu samkeppnisútboði. Í þrepi 2 og 3 verða teymin látin meta arkitektatillögurnar m.t.t. kostnaðar og framkvæmda. Að loknu þrepi 3 er eitt VV-teymi valið út frá verðtilboði í vinningstillögu arkitekta.
Að þessu loknu tekur við gerð aðaluppdrátt og undirbúningur framkvæmdar og að lokum verkhönnun og framkvæmd.
Arkitektar, verkfræðingar, verktaki og verkkaupi verkefnisins munu í þrepum 2 og 3 (forhönnun), aðaluppdráttum ásamt hluta verkhönnunnar vinna í sameiginlegri vinnuaðstöðu, sem verkkaupi útvegar.
Áætlað er að verkinu ljúki í árslok 2027.