Til útleigu - Ánastaðir í Múlaþingi
Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. ríkissjóðs óskar eftir umsóknum um leigu á jörðinni Ánastöðum í Múlaþingi landnúmer 157175. Jörðin er 1.221 hektari að stærð. Í boði er leigusamningur til 10 ára með möguleika á framlengingu til eins árs í senn.
Jörðin getur nýst til slægna og upprekstur fjár og er með þinglýst hlunnindi sem eru lax- og silungsveiði. Um er að ræða votlendi samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands sem ber að vernda og hentar hvorki til skógræktar né beitar. Jörðin er á svæði á Náttúruminjaskrá.
Skráðar fasteignir á jörðinni eru ekki í íbúðarhæfu ástandi. Leigutaka er heimilt að endurbæta og lagfæra á sinn kostnað íbúðar- og útihús á leigutímanum en leigusala er óskylt að kaupa slíkar framkvæmdir af leigutaka. Ekki er heimild til að byggja mannvirki á jörðinni eða nýta sem geymslusvæði.
Leiguverðið er kr. 381.911,- á ári og breytist í samræmi við breytingu á byggingavísitölu sem gildir fyrir febrúar ár hvert. Grunnvísitala leigunnar er 187,9 stig m.v. byggingavísitölu í febrúar 2024
Frekari upplýsingar má nálgast hér: Auglýsing Ánastaðir í Múlaþingi
Fyrirspurnir varðandi jörðina skulu sendar á netfangið leigutorg@fsre.is.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 1. okt. 2024 en svarfrestur er til og með 3. okt. 2024.
Umsóknir skal senda á leigutorg@fsre.is eigi síðar en kl. 13:00, 10. okt. 2024.
Merkja skal umsókn; Ánastaðir í Múlaþingi. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.
FSRE munu ganga til samninga við þann eða þá umsækjendur sem uppfylla skilyrði ríkissjóðs best að mati FSRE. Einnig er áskilinn réttur til að hafna öllum umsóknum.
Fyrirspurnir:
Spurning: Eru þinglýst hlunnindi hluti af því sem leigutaki fær vegna jarðarinnar og ef svo er hvað er það mikið á ári ?
Svar: FSRE hefur ekki borist greiðslur vegna þessa hlunninda.
Hvorki vegna lax- eða silungsveiði (eða önnur veiði) né hreindýraarðs.
Útboðsnúmer: V24-0376
Opnun tilboða: 10.10.2024