Eldri fréttir Ríkiseigna (Síða 2)
Nútímavætt viðskiptaumhverfi ríkisins með rafrænum reikningum
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 skuli allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti. Markmið þessara aðgerða er að draga úr viðskiptakostnaði allra aðila samhliða því að nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins og framfylgja umhverfissjónarmiðum.
Lesa meiraHjólavottun 2019
Ríkiseignir öðlast silfur hjólavottun. Silfur hjólavottun vinnustaða er til merkis um nokkuð skýran vilja innan fyrirtækisins til að vilja hlúa að góðri hjólreiðamenningu en vantar herslumuninn á að ná gullvottun. Með ráðgjöfinni sem fylgir hjólavottuninni er yfirleitt hægt að ná í gullvottun án mjög kostnaðarsamra aðgerða.
Lesa meiraNýr vefur Ríkiseigna
Um þessar mundir eru Rikiseignir að hleypa nýjum vef af stokkunum. Ljósmyndir á vefnum eru teknar af Helga Vigni Bragasyni og utanumhald og hönnun nýja vefsins sér Hugsmiðjan um.
Lesa meiraListasafn Íslands baðað jólaljósum
Nú þegar jólamánuður gengur í garð prýðast margar byggingar Ríkiseigna jólaljósum. Hér má sjá Fríkirkjuveg 7 lýst upp með rauðum jólaljósum.
Lesa meiraGræn skref í Ríkisrekstri
Ríkiseignum er umhugað um umhverfið okkar og vinnum við samkvæmt grænum skrefum í ríkisrekstri. Fimmtudaginn 8. nóvember náðu Ríkiseignir fyrsta skrefinu og fengu viðurkenningu fyrir. Við erum strax farin að huga að næsta skrefi.
Lesa meiraViðhald á verki Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu 2018
Í september síðastliðnum komu til landsins sérfræðingar frá Oidtmann fyrirtækinu í Linnich í Þýskalandi til að hreinsa og gera við mosaíkverk Gerðar Helgadóttur.
Lesa meiraLokaúttekt hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
Vörðufell ehf. er að ljúka við endurnýjun á eldhúsi, matsal, röntgendeild og rannsóknadeild hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Efla ehf. sá um fortúttekt sem fór fram þriðjudaginn 12. desember 2017 en framkvæmdin hefur staðið yfir frá áramótum 2016/2017, þó með hléum yfir sumarið.
Lesa meiraNý lyfta í Þjóðleikhúsinu
Unnið hefur verið að því að bæta aðgengi fatlaðra í Þjóðleikhúsinu og verður ný lyfta tekin í gagnið í janúar 2017 sem á að koma til móts við það. Knekti ehf. og Íslandslyftur ehf. hafa séð um framkvæmdirnar sem hafa staðið yfir allt árið 2017.
Lesa meiraTollhúsið við Tryggvagötu
Nú standa yfir talsvert miklar endurbætur á Tollhúsinu við Tryggvagötu. Verkið, felur í sér að skipta um þakefni yfir annarri hæð sem og á því svæði þar sem Geirsgatan átti að liggja yfir vöruskemmu Tollstjóraembættisins.
Lesa meiraFjölbrautarskóli suðurnesja
Gerður hefur verið samningur við Raftákn til að setja upp hússtjórnakerfi fyrir Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Auðveldar það talsvert húsvörðunum að fylgjast betur með orkunotkun húsnæðisins.
Öll loftræstikerfi verða tengd inn á hússtjórnakerfið í fyrsta áfanga ásamt heitavatns inntaki.
Lesa meiraHeilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki
Gerðar voru breytingar og endurbætur í kjallara elsta hluta heilbrigðisstofnunarinnar við vörumóttöku, útbúin var aðstaða fyrir flokkun á sorpi til endurvinnslu og förgunar, ásamt geymslu fyrir hreinlætisvörur í aflögðum kæli- og frystigeymslum.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða