Eldri fréttir Ríkiseigna
Ríkiseignir óska eftir sumarstarfsmönnum
Við leitum að tveirmur sumarstarfsmönnum. Einum sem er í námi sem tengist umhverfisstjórnun og öðrum sumarstarfsmanni á skrifstofu rekstrar- og fjármála.
Lesa meiraRæktunarspildur til leigu á ríkisjörðinni Brúar í Þingeyjarsveit
Ríkiseignir auglýsa eftir umsóknum um leigu á þremur ræktunarspildum á ríkisjörðinni Brúar, landnúmer 153843, í Þingeyjarsveit.
Lesa meiraSviðsstjóri byggingasviðs
Ríkiseignir óska eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra byggingasviðs. Á sviðinu starfa tólf starfsmenn en hlutverk þess er að meta ástand fasteigna með tilliti til viðhaldsþarfa, nauðsynlegra endurbóta og aðlögun að breyttri starfsemi. Sviðsstjóri ber ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri sviðsins ásamt framþróun verkefna. Sviðsstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og er hluti af stjórnendateymi stofnunarinnar
Lesa meiraJörðin Efri-Hraunbær í Álftaveri til sölu
Tilboð óskast í jörðina Efri-Hraunbæ í Álftaveri, 881 Kirkjubæjarklaustur.
Um er að ræða ríkisjörðina Efri-Hraunbæ. Jörðin er staðsett í Álftaveri, austan við Mýrdalssand í Skaftárhreppi. Jörðin er vel staðsett stutt frá þjóðvegi 1 og þaðan er falleg fjallasýn og útsýni. Land jarðarinnar er 239 ha.
Aðili frá Ríkiseignum verður á staðnum til að sýna eignina og veita upplýsingar föstudaginn 7. maí n.k. á milli kl. 12 - 16. Tilboð í eignina verða opnuð fimmtudaginn 20. maí, 2021, kl. 13:00.
Nánari upplýsingar hér .
Skúffan
Ríkiseignir eru nú komnar með ,,Skúffureikningaforrit“ sem er sérsniðið að reikningagerð fyrir Ríkiseignir og auðveldar birgjum okkar að senda reikninga.
Smelltu hér og þá kemstu beint á Skúffuna.
Lesa meiraNýr opnunartími
Ríkiseignir hafa nýtt sér heimild kjarasamninga til að stytta vinnuvikuna og vilja þannig stuðla að aukinni samræmingu vinnu og einkalífs. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umbótum til að ná fram aukinni skilvirkni og betri tímastjórnun þannig að tryggja megi sömu þjónustu þrátt fyrir styttri opnunartíma.
Opnunartími Ríkiseigna breytist í kjölfarið og verður:
Mánudagar-fimmtudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-15:30
Föstudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-14:00
Lesa meiraNútímalegt vinnuumhverfi – áherslur og viðmið
Nýlega gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út stefnuskjal um Áherslur og viðmið í húsnæðismálum stofnana ríkisins og Framkvæmdasýsla ríkisins leiðbeiningar um Viðmið um vinnuumhverfi .
Lesa meiraVerkefnastjórar
Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.
Endurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda
Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.
Lesa meiraFramkvæmdir við endurgerð Hegningarhússins
Ríkiseignir og Minjavernd hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings um að hefja fyrsta áfanga við endurgerð á Hegningarhúsinu Skólavörðustíg. Húsið er friðað samkvæmt lögum um menningarminjar og mikilvægt að viðgerð hússins taki mið af upprunalegri gerð þess, bæði hvað efnisval og handverk varðar.
Lesa meiraFasteignir og jarðir til sölu
Ríkiskaup selja fjölda eigna í eigu ríkisins. Ýmsar ríkiseignir eru nú til sölu. Um er að ræða jarðir, eyðibýli, íbúðarhús og atvinnuhús.
Lesa meiraBreytingar hjá Ríkiseignum
Snævar Guðmundsson hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri Ríkiseigna eftir nær 22 ár í starfi. Hann mun áfram sinna verkefnum, hjá Ríkiseignum og fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem lúta að þróun fasteignamála ríkisins.
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir fjármálastjóri mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða