Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið
Framkvæmdir við Hús íslenskunnar fóru af stað 30. ágúst 2019, er menntamálaráðherra undirritaði verksamning við ÍSTAK um byggingu hússins.
Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á undan áætlun. Uppsteypu hússins lauk fyrir skömmu og er lokun hússins á lokametrunum. Framundan er lagnavinna og bygging innviða hússins.
Lesa meiraFSR sigraði Lífshlaupið
Lífshlaupinu 2021 lauk um hádegi 25. febrúar. Niðurstaðan í keppni fyrirtækja með starfsfólk á bilinu 30-69 varð sú að FSR sigraði.
Lesa meiraSkúffan
Ríkiseignir eru nú komnar með ,,Skúffureikningaforrit“ sem er sérsniðið að reikningagerð fyrir Ríkiseignir og auðveldar birgjum okkar að senda reikninga.
Smelltu hér og þá kemstu beint á Skúffuna.
Lesa meiraNýr opnunartími
Ríkiseignir hafa nýtt sér heimild kjarasamninga til að stytta vinnuvikuna og vilja þannig stuðla að aukinni samræmingu vinnu og einkalífs. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umbótum til að ná fram aukinni skilvirkni og betri tímastjórnun þannig að tryggja megi sömu þjónustu þrátt fyrir styttri opnunartíma.
Opnunartími Ríkiseigna breytist í kjölfarið og verður:
Mánudagar-fimmtudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-15:30
Föstudagar kl 8:30-12:00 og 12:30-14:00
Lesa meiraNútímalegt vinnuumhverfi – áherslur og viðmið
Nýlega gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út stefnuskjal um Áherslur og viðmið í húsnæðismálum stofnana ríkisins og Framkvæmdasýsla ríkisins leiðbeiningar um Viðmið um vinnuumhverfi .
Lesa meira42 starfa þar sem 18 störfuðu áður
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR fjallaði meðal annars um verkefnamiðað vinnuumhverfi og fjarvinnu á nýsköpunardegi hins opinbera, sem haldinn var í vikunni. Í erindi hennar kom meðal annars fram að starfsfólk FSR hafi gert róttækar breytingar á vinnuumhverfi sínu undanfarið, enda starfsfólki fjölgað úr 18 í 42 á þremur árum.
Lesa meiraNý stefna og viðmið um skrifstofuhúsnæði komin út
Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) hefur gefið út stefnuskjal með áherslum og viðmið fyrir húsnæðismál stofnana. Meðal meginmarkmiða stefnunnar er hagkvæm og markviss húsnæðisnýting og fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi sem styðji við teymisvinnu og samstarf.
Lesa meiraHvernig eru skrifstofur að breytast?
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR heldur erindi á nýsköpunardegi hins opinbera 21. janúar næstkomandi. Erindi hennar fjallar um hvernig Covid 19 flýtir þeirri þróun skrifstofuhúsnæðis sem var hafin þegar faraldurinn skall á. Hægt er að skrá sig til leiks hér .
Lesa meiraUppsteypa skrifstofubyggingar Alþingis hafin
Uppsteypa nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hófst fyrir helgi. Steingrímur J. Sigfússon sýndi fagmannlega takta er 80 rúmmetrar steypu runnu í grunn nýju byggingarinnar.
Lesa meiraNý viðmið um skipulag stærri heilsugæslustöðva gefin út
Framkvæmdasýslunni var falið að gefa út viðmið um stærð og skipulag heilsugæslustöðva. Ritið kom út í dag.
Lesa meiraFramkvæmdasýslan auglýsir eftir starfsfólki
Framkvæmdasýslan auglýsir um helgina fjögur störf laus til umsóknar
Lesa meiraSamningur um byggingu skrifstofuhúss Alþingis undirritaður
Alþingi og ÞG verktakar undirrituðu í dag samning um byggingu skrifstofubyggingar Alþingis.
Lesa meira