Framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli hefjast í desember
Landhelgisgæslan og Alverk undirrituðu í vikunni samning um byggingu 50 rýma svefnskála á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Samningurinn var gerður í kjölfar alútboðs sem FSR auglýsti í maí síðastliðnum. Samningsupphæðin er 473 milljónir króna með virðisaukaskatti.
Lesa meiraFramkvæmdir í Neskaupstað ganga vel
Framkvæmdir við gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi. Verkið var boðið út í apríl 2019, en verklok eru áætluð í desember 21.
Lesa meiraVerkefnastjórar
Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra sem koma fram fyrir hönd Ríkiseigna sem upplýstir og
kröfuharðir kaupendur að hönnun, eftirliti og framkvæmdum. Sjá auglýsingu.
Afgreiðsla FSR lokar vegna COVID-19
Afgreiðsla Framkvæmdasýslunnar verður lokuð um óákveðinn tíma vegna sóttvarnarráðstafana sem tengjast COVID-19 faraldrinum.
Lesa meiraEndurbætur og viðhald fasteigna Ríkiseigna aukast vegna fjárfestingaátaks stjórnvalda
Í samræmi við sérstakt fjárfestingaátak stjórnvalda, gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hafa framkvæmdaverkefni Ríkiseigna, sem lúta að endurbótum og viðhaldi fasteigna aukist um 1,6 milljarða króna frá því sem áður var áætlað.
Lesa meiraTilboð í byggingu fyrir Alþingi opnuð
Tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang skrifstofubyggingar Alþingis voru opnuð í dag. Fjögur tilboð bárust, en útboð var gert á EES svæðinu.
Lesa meiraViðbragðsaðilar undir eitt þak
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur undanfarið ár starfað með fjármála- og dómsmálaráðuneyti að hugmyndum um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins.
Lesa meiraNýtt skipurit FSR tekur gildi 1. september
Ör þróun undanfarinna ára kallar víða á breyttar áherslur.
Lesa meiraHafró flytur í Fornubúðir
Föstudaginn 5. júní var mikið um dýrðir á Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar, þegar skip Hafrannsóknarstofnunar komu til bryggju eftir siglingu frá Reykjavík. Forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum er Hafrannsóknarstofnun flutti formlega í Fornubúðir 5, sem verða nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar
Lesa meiraRósa Gísladóttir sigraði samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar
Listakonan Rósa Gísladóttir var valin sigurvegari í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki, sem lauk í síðustu viku.
Lesa meira