Eldri fréttir FSR (Síða 5)

19. nóvember 2019 : Hafist handa um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg

Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan verður tekin í vikunni.

Lesa meira

22. október 2019 : Landlæknir flytur á Höfðatorg

Landlæknir hefur undirritað leigusamning við Regin um húsnæði fyrir embættið og flytur embættið á Höfðatorg 1. nóvember næstkomandi. 

Lesa meira

11. október 2019 : Aukin áhersla á ódýrara og umhverfisvænna húsnæði

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar var meðal þátttakenda í hringborðsumræðum norrænna byggingamálaráðherra með forstjórum úr norrænum byggingariðnaði sem fram fór á Hótel Sögu í gær. 

Lesa meira

27. september 2019 : Framkvæmdir við Hús íslenskunnar á undan áætlun

Framkvæmdir ganga vel við Hús íslenskunnar. Uppsteypa á sökklum bílakjallara og aðalbyggingar eru hafnar.

Lesa meira

24. september 2019 : Tækifæri til aukinnar skilvirkni rædd í Edinborg

Nýverið fór ársþing PuRE-net fram í Edinborg. Framkvæmdasýslan gerðist aðili að samtökunum í ágúst 2018 fyrir Íslands hönd. Þáttakendur frá Íslandi nú voru FSR, Ríkiseignir og fjármálaráðuneyti. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland á fulltrúa á þinginu. Yfirskrift þingsins var "Erum við klár í framtíðina" 

Lesa meira

2. september 2019 : Nýsköpunarmót FSR haldið í fyrsta sinn

Starfsfólk Framkvæmdasýslu ríkisins hélt í sumar Nýsköpunarmót sem ætlað var að finna nýjar hugmyndir til að bæta og auka þjónustu stofnunarinnar. Alls bárust 24 tillögur frá 11 höfundum, hópum og einstaklingum. 

Lesa meira

13. ágúst 2019 : Sýning Gagarín á Þingvöllum fær tvenn alþjóðleg verðlaun

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín vann nýverið til tvennra alþjóðlegra verðlauna fyrir margmiðlunarsýningu sína í Gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum, sem FSR hafði umsjón með fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sýningin var opnuð haustið 2018 og hefur notið mikilla vinsælda gesta þjóðgarðsins.

Lesa meira

11. júlí 2019 : Hús íslenskunnar: Undirbúningur framkvæmda hafinn

Fyrsti verkfundur vegna Húss íslenskunnar fór fram í vikunni. Hafinn er undirbúningur fyrir byggingu hússins, sem áætlað er að ljúki á árinu 2023. 

Lesa meira

5. júlí 2019 : Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Framkvæmdasýslan í aukið samstarf

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins undirrituðu í morgun yfirlýsingu um aukið samstarf milli ráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar.

Lesa meira

24. júní 2019 : Basalt og Efla hlutskörpust í samkeppni um hjúkrunarheimili á Höfn

BASALT arkítektar ásamt verkfræðistofunni EFLU voru hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Höfn í Hornafirði. Sautján tillögur bárust, þrjár hlutu verðlaun og tvær viðurkenningu.

Lesa meira

29. maí 2019 : Fjölgað í starfsmannahópi FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að tveimur starfsmönnum vegna aukinna verkefna.

Lesa meira
Síða 5 af 24

Fréttalisti